FRJÁLSAR HENDUR (2000)
Ísland - Islanda - Iceland
Á frummáli: Carta bianca
Carlo Lucarelli
Ţýđing: Kolbrún Sveinsdóttir
BLAĐSÍĐUR107 bls.
ÚTGEFANDI: Mál og menning
ISBN NÚMER 9979-3-1993-3
LEIĐBEINANDI VERĐ 1.390 kr. kr.

https://hbs.is/SkodaBok/6802Apríl 1945. Háttsettur embćttismađur í hinu fasíska Saló-lýđveldi á Norđur-Ítalíu finnst myrtur á heimili sínu. De Luca lögregluforingja er falin rannsókn málsins en hún fer fram í skugga yfirvofandi ósigurs Öxulveldanna svo ađ rannsókn glćps og leit ađ hinum seka virđist harla fánýt ţar sem hryđjuverk, aftökur og morđ eru daglegt brauđ. Carlo Lucarelli er einn fremsti sakamálahöfundur Ítala og ţetta er fyrsta bókin í flokki hinna geysivinsćlu sagna um De Luca lögregluforingja.

Ţessi saga gerist á Ítalíu viđ lok síđari heimsstyrjaldarinnar. Háttsettur embćttismađur fasista finnst myrtur á heimili sínu og De Luca lögregluforingja er falin rannsókn málsins. Hún reynist ekki einföld mitt í eldlínu stríđsins.4. október 2000 | Bókmenntir | 635 orđ
BĆKUR - Ţýdd skáldsaga
Morđrannsókn á myrkum tímum
FRJÁLSAR HENDUR

Höfundur Carlo Lucarelli. Kolbrún Sveinsdóttir íslenskađi. Mál og menning, Reykjavík 2000. 107 bls.
SNEMMA í sakamálasögunni Frjálsar hendur eftir Carlo Lucarelli lćtur ađalpersóna bókarinnar, De Luca lögregluforingi eftirfarandi orđ falla viđ ađstođarmann sinn: "Heldurđu ađ hćgt sé ađ rannsaka ţennan glćp? Hver heldurđu ađ hafi áhuga á ţví nú ţegar Bandaríkjamenn nálgast Bologna? Ég sker mig á háls ef ţeir leyfa okkur ađ halda áfram rannsókn." De Luca er ţá nýbúinn ađ útskýra fyrir honum pólítíska valdastöđu embćttismannsins sem fannst myrtur og telur líklegt ađ rannsóknin verđi ekki langlíf. En róđurinn ţyngist eftir ţví sem sögunni vindur fram og nokkru síđar segir De Luca, enn myrkari í máli, "Ef ég rannsaka máliđ er ég dauđur, rannsaki ég ţađ ekki er ég samt dauđur, er hćgt ađ vinna svona?" Hann varpar ţessari spurningu fram í örvćntingu en ljóst er ađ titill bókarinnar, Frjálsar hendur, er einkar kaldhćđnislegur ţví ţađ er einmitt ţađ sem De Luca skortir; frjálsar hendur viđ rannsókn sína.
Morđrannsóknin á sér stađ í hinu fasíska Saló-lýđveldi á Norđur-Ítalíu viđ stríđslok í aprílmánuđi 1945 og loftiđ er lćvi blandiđ. Hér liggur einmitt helsti styrkur bókarinnar, sögusviđiđ er áhugavert og höfundur leggur allnokkra áherslu á ađ draga upp sannfćrandi mynd af lögreglurannsókn í skugga ósigurs Öxulveldanna. De Luca og menn hans stíga inn í hringiđu átaka ólíkra fylkinga á borđ viđ fasista, Ţjóđverja, andspyrnuhreyfinguna og Bandamenn og ţurfa ţví ađ gćta sín viđ hvert fótspor. Rannsóknin flćkist, umturnast og verđur ađ mesta hildarleik sökum martrađarkennds og fallvalts ástands Ítalíu viđ lok seinni heimsstyrjaldarinnar. Ţjóđin er í sárum og valdamenn fasistaflokksins bíđa fćris á ađ flýja, sumir eftir ađ hafa reynt ađ koma sér í mjúkinn hjá Bandamönnum međ ţví ađ svíkja samferđarmenn sína. Borgarar hverfa í hendur pólitískrar sérdeildar lögreglunnar en henni hafđi De Luca einmitt tilheyrt. Ţegar hann snýr aftur í gömlu höfuđstöđvarnar má heyra óp fanganna sem veriđ er ađ pynta. Andspyrnuhreyfingin gerir árásir úr leyni og Svartstakkadeildir hersins skjóta úr vopnum sínum út í bláinn, eđa ađ tóminu, dálítiđ eins og sjóliđarnir á ánni í Innstu myrkrum Conrads. Ótti og tortryggni eru ţannig rík einkenni söguheimsins. Frjálsar hendur er fyrsta bókin í sagnaflokki um De Luca lögregluforingja og svipar hvađ pólitískt umhverfi varđar nokkuđ til ritrađarinnar um Porfiry Rostnikov eftir Stuart Kaminsky, en söguhetja hennar ţarf sömuleiđis ađ etja kappi viđ lausn sakamála undir oki flokksins og leyniţjónustunnar. Ţađ sem má hins vegar helst finna ađ skáldsögunni sem hér er til umfjöllunar er fléttan og persónusköpunin. Utan viđ De Luca lögregluforingja gerir höfundur ekki minnstu tilraun til ađ blása lífi í persónur verksins. Ţćr eru ýmist eins og kettir í myrkri, lćđast um í bakgrunninum svo ađ lesandi verđur ţeirra ekki var nema hann hvessi augun, ellegar ţćr eru gćddar yfirborđskenndum einkennum eđa lýst á stađlađan hátt (greifinn er hrokafullur, löggan er međ ferkantađ lögguandlit, gestapóforinginn er međ heiđblá augu o.s.frv.). Sjálfur er De Luca ekki ýkja frumleg sköpun enda ţótt hann sé burđarstólpi frásagnarinnar; órakađur, síţreyttur, illa til fara, einsamall, međ magasár en innst inni, eins og flestar löggur harđsođnu hefđarinnar, er hann fánaberi réttlćtis sem sćttir sig ekki viđ neitt hálfkák í rannsókn sinni, jafnvel ţótt hann standi andspćnis yfirţyrmandi ofurefli. Ţá er fléttan spunnin á heldur einfeldningslegan hátt; ţeir sem grunađir eru um glćpinn eru látnir marséra fram hjá lesandanum í fyrstu köflunum, líkt og um morguntalningu í stríđsfangabúđum sé ađ rćđa. Síđan eru ţeir afgreiddir einn af öđrum ţar til sá hinn seki stendur eftir berstrípađur fyrir augum lesenda í lokin. Vandamáliđ er ekki bara ađ lausnin sé fyrirsjáanleg heldur er hún í öllum grundvallaratriđum óáhugaverđ, í stađinn fyrir ađ leysa flćkjurnar eru ţćr bara lagđar til hliđar eins og ţćr skipti ekki lengur neinu máli. Ţessir ţćttir verđa sögunni ađ falli og ţađ verđur ađ segjast ađ í samanburđi viđ margar prýđilegar sakamálasögur sem komiđ hafa út á íslensku á síđustu misserum ristir Frjálsar hendur ekki djúpt.

Björn Ţór Vilhjálmsson
https://www.mbl.is/greinasafn/grein/562804/


---------------http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=2999710